Basardót-Jólabasar 2018

Basardót-Jólabasar 2018

Jólaskraut, gjafavara og kisutengdur varningur óskast fyrir basarinn sem haldinn verður í Kattholti 1. desember nk. Þeir sem vilja gefa á basarinn geta komið með það í Kattholt á opnunartíma 9-17 (lokað 13-14) á virkum dögum og 9-11 um helgar. Kærar þakkir fyrir...
Bakkelsi óskast-Jólabasar 2018

Bakkelsi óskast-Jólabasar 2018

Smákökur, tertur og annað bakkelsi Það styttist í árlegan jólabasar Kattavinafélags Íslands sem haldinn verður í Kattholti laugardaginn 1. desember kl. 11-16. Við leitum til kattavina sem eru tilbúnir að baka fyrir okkur og koma með í Kattholt á laugardeginum milli...
Klinksjóður fyrir svangar kisur

Klinksjóður fyrir svangar kisur

Við höfum stofnað klinksjóð. Tökum við öllu klinki innlendu sem erlendu. Peningagjafirnar fara í að kaupa sjúkrafóður handa óskilakisum sem þurfa á sérstöku fæði að halda. Það má koma með klinkið í Kattholt, Stangarhyl 2. Látum smápeningana hjálpa svöngum...
Ný hótelstýra í Kattholti

Ný hótelstýra í Kattholti

Kisan Jasmín er orðin hótelstýra í Kattholti! Jasmín passar að allt fari vel fram á hótelinu og tekur á móti gestum í afgreiðslunni. Hér sést hún slaka á eftir erfiðan dag í vinnunni. Hún elskar klapp og að láta bursta sig. Hún er 13 ára og í megrun. Jasmín flutti til...
Fóður fyrir Kattholt

Fóður fyrir Kattholt

Hjá Gæludýr.is geta viðskiptavinir keypt fóður handa kisunum í Kattholti. Fóðurstyrkurinn er seldur í kílóavís og þú velur hversu mörg kíló þú kaupir og Gæludýr.is sér svo um að koma fóðrinu í Kattholt. Þessi stuðningur er okkur afar mikilvægur. Við fengum síðast...
Jasmín í heilsuátaki

Jasmín í heilsuátaki

Jasmín er í heilsuátaki, komin á Hill’s Metabolic fæði. Jasmín er 13 ára ljúf læða. Hún er mikill matgæðingur og finnst gott að kúra. Hún glímir við það vandamál að vera í mikilli ofþyngd (8,4 kg) sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir hana...