Jasmín er í heilsuátaki, komin á Hill’s Metabolic fæði.

Jasmín er 13 ára ljúf læða. Hún er mikill matgæðingur og finnst gott að kúra. Hún glímir við það vandamál að vera í mikilli ofþyngd (8,4 kg) sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir hana s.s. skerta hreyfigetu og eykur líkur á ýmsum sjúkdómum.

Í samráði við dýralækni þá var hún nýlega sett í heilsuátak! Hún er komin á Hill’s Metabolic fæði sem fyrirtækið Vistor sem flytur fóðrið inn gefur henni. Takk fyrir stuðninginn Vistor (vistor.is)!

Við munum reglulega setja inn nýjar fréttir af henni og hvernig gengur í átakinu.