Velkomin á heimasíðu Kattholts

Opnunartími í Kattholti

Opið er alla virka daga kl. 9-15 og á laugardögum kl. 9-11. ATH. Lokað á sunnudögum. Símatímar eru alla virka daga milli kl. 9-12 í síma 567-2909.

Móttaka á hótelgestum er milli kl. 9-12 á virkum dögum og frá kl. 9-11 á laugardögum. ATH. Nýtt dagvistunargjald tekur gildi frá og með 1. mars 2023 og verður gjald fyrir einn kött 1.900 pr/dag og fyrir tvo ketti 2.900 pr/dag.

Kisur í heimilisleit eru sýndar eftir hádegi á virkum dögum á fyrirfram bókuðum tíma. Bókun fer fram símleiðis milli kl. 9-12 á virkum dögum eða í tölvupósti á netfanginu [email protected]  Vinsamlegast athugið að kisurnar eru aðeins sýndar þeim sem ætla að taka að sér kisu á heimili. Gjald er 24.500-. fyrir kött frá Kattholti, óháð kyni og aldri.

Týnd/fundin kisa: Ef kisa finnst og talið að hún sé týnd má koma henni í Kattholt á auglýstum opnunartíma. Utan opnunartíma má hafa samband við Dýraþjónustu Reykjavíkur (DÝR) í síma 822-7820 þar sem starfsfólk getur aðstoðað.

 

Neyðaraðstoð

Neyðaraðstoð: Ef þú finnur sært eða slasað dýr, vinsamlegast hafðu strax samband við næstu dýralæknastofu (í neyðarnúmer þeirra utan opnunartíma) og lögreglu í síma 112. Ef dýrið er ekki á lífi skal hafa samband við áhaldahús viðkomandi bæjarfélags eða lögregluembætti á þeim stað sem dýrið finnst.

Í neyðartilfellum má finna símanúmer vakthafandi dýralækna á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu Matvælastofnunar.

Fréttir

Aðalfundur

26.05.2023|0 Comments

Þann 23. maí s.l. var haldinn aðalfundur Kattavinafélags Íslands. Þær breytingar urðu á stjórn félagsins að þær Halldóra Björk Ragnarsdóttir formaður og Halldóra Snorradóttir ritari gáfu ekki kost á sér áfram. Við þökkum þeim innilega [...]

Áskorun til kattaeigenda á varptíma!

15.05.2023|0 Comments

Áskorun til kattaeigenda á varptíma Nú er vorið komið og með hækkandi hitastigi og meiri birtu fara dýr af flestum tegundum að huga að vorverkum og eru meira á ferðinni en yfir vetrartímann. Fuglar af [...]

Aðalfundur KÍS 2023

13.05.2023|0 Comments

Aðalfundur Kattavinafélags Íslands verður haldinn í húsi félagsins að Stangarhyl 2, Reykjavík, þriðjudaginn 23. maí 2023 kl. 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf Kosning til formanns Kosning til stjórnar Önnur mál, löglega fram borin Stjórn Kattavinafélags Íslands

Rúsína í heimilisleit

13.04.2023|0 Comments

Rúsína, fyrrum Kattholtskisa, óskar eftir nýju heimili vegna breyttra aðstæðna hjá eiganda. Rúsína er innikisa en henni finnst gaman að fara út á svalir til að viðra sig og skoða sig um. Hún er mjög [...]

Sumarbókanir á hótel Kattholti

04.04.2023|0 Comments

Fullbókað er nú á hótelinu í júlí. Við erum byrjuð að skrá á biðlista fyrir júlí og fram yfir verslunarmannahelgina. Sendið tölvupóst á [email protected]

Hótel yfir páskana.

14.03.2023|0 Comments

Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér hótelpláss á Hótel Kattholti yfir páskana. Sendið tölvupóst á [email protected] Eins verður hægt að skrá á biðlista.

Þakkarkveðjur

21.02.2023|0 Comments

Móa litla, sem fannst á Kjalarnesi, þakkar innilega allan stuðning sem henni hefur verið sýndur síðastliðna daga. Nú er hún búin í aðgerð þar sem kjálki hennar var víraður saman til þess að lagfæra kjálkabrot [...]

Einn af elstu köttum Íslands!

13.02.2023|0 Comments

Beikon er talinn vera fæddur árið 2000, sem gerir hann með þeim elstu á Íslandi! Beikon fór til eiganda síns úr Kattholti árið 2003 og hefur búið þar allar götur síðan. Hann hefur lent í [...]

Hátíðarkveðjur

21.12.2022|0 Comments

Kattholt óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum stuðninginn á liðnu ári, það er ómetanlegt að eiga góða að. Gleðilega hátíð öll, nær og fjær.

Jólabasar í Kattholti

24.11.2022|0 Comments

Jólabasar Kattavinafélags Íslands verður haldinn laugardaginn 3. desember n.k. kl. 11-16 í Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík. Á boðstólum verða fallegir munir er tengjast jólunum s.s. merkispjöld, jólapappír, jólaskraut, handverk ásamt hefðbundnu basardóti. Á basarnum verður [...]

Basardót og bakkelsi óskast

12.11.2022|0 Comments

Okkur er ánægja að tilkynna að jólabasar verður haldinn í Kattholti 3. desember. Gjafavara og kisutengdur varningur óskast fyrir basarinn og þeir sem vilja gefa geta komið með það í Kattholt á opnunartíma 9-15 á [...]

Kettir í minkagildrum

30.10.2022|0 Comments

Við fordæmum notkun á minkagildrum sem dæmi er um að kettir hafi ratað í, slasast og jafnvel týnt lífi. Hvetjum fólk til að vera vakandi fyrir hættum í umhverfinu sem geta verið skaðlegar börnum, köttum [...]

Hættur í myrkrinu

29.10.2022|0 Comments

Tilkynningar um dána ákeyrða ketti eru því miður allt of tíðar þessa dagana. Á þessum árstíma tekur að skyggja fyrr á kvöldin og af þeim sökum er erfiðara að sjá kettina í myrkrinu. Kettir eiga [...]

Fullt á hótelinu í vetrarfríinu!

11.10.2022|0 Comments

Fullbókað er á hótel Kattholti í vetrarfríinu, eða frá 14. október til 26. október. Ekki er hægt að skrá á biðlista fyrir þetta tímabil að svo stöddu.

Fullt á hótel Kattholti um jól og áramót 2022!

06.09.2022|0 Comments

Nú er allt orðið fullbókað á hótel Kattholti yfir jólin og áramótin. Við getum sett á biðlista. Hafið samband í tölvupósti á [email protected] eða símleiðis á virkum dögum milli 9-12 í síma 567-2909.

Allar fréttir >>