Hlaupið

Hlaupið

Kæru vinir! Sendum innilegar þakkir til kattavinanna sem hlupu til styrktar félaginu í Reykjavíkurmaraþoni 2019 og þeirra sem hétu á þá. Fleiri kattavinir stóðu vaktina á hvatningarstöð við Hringbraut og hvöttu okkar fólk áfram! Stuðningur ykkar allra er ómetanlegur...

Nýr opnunartími í Kattholti

Kattholt auglýsir nýjan opnunartíma frá og með 1. september 2019. Opið verður frá 9-16 alla virka daga og helgaropnun verður frá 9-11. Kisur í heimilisleit verða sýndar á virkum dögum frá 13-15. Kátar kisukveðjur Kattholt
Minning hennar mun lifa..

Minning hennar mun lifa..

Hótelstýra Kattholts, samfélagsmiðlastjarnan og drottningin hún Jasmín hefur látið af störfum og var kvödd í hinsta sinn þann 6. ágúst síðastliðinn. Veikindi knúðu skyndilega dyra sem ekki var hægt að meðhöndla og var hún því svæfð á fallegan og virðingarverðan hátt....
Bræðurnir Ripp, Rapp og Rupp þurfa fóstur

Bræðurnir Ripp, Rapp og Rupp þurfa fóstur

Uppfært – Þeir eru komnir á fósturheimili <3 3 gulbröndóttir bræður sem voru veiddir í fellibúr dagana 15.-20. júlí þurfa fósturheimili til þess að venja þá við að búa á heimili. Við óskum eftir mjög rólegum einstakling eða pari sem treystir sér í þetta...
Söfnuðu og seldu skeljar

Söfnuðu og seldu skeljar

Vinkonurnar Sunna Dís, Hrafndís, María Mist og Ágústína Líf fóru í fjöruna að safna skeljum sem þær hreinsuðu svo og máluðu og gengu svo í hús til þess að selja til styrktar Kattholti. Þær söfnuðu 8.370 krónum. Þökkum við þeim innilega fyrir stuðninginn...