Kæru vinir!

Sendum innilegar þakkir til kattavinanna sem hlupu til styrktar félaginu í Reykjavíkurmaraþoni 2019 og þeirra sem hétu á þá.
Fleiri kattavinir stóðu vaktina á hvatningarstöð við Hringbraut og hvöttu okkar fólk áfram!
Stuðningur ykkar allra er ómetanlegur fyrir starfsemi Kattholts, en þangað kemur sem fyrr fjöldi katta, sem þurfa húsaskjól og læknisaðstoð.