Hótelstýra Kattholts, samfélagsmiðlastjarnan og drottningin hún Jasmín hefur látið af störfum og var kvödd í hinsta sinn þann 6. ágúst síðastliðinn.
Veikindi knúðu skyndilega dyra sem ekki var hægt að meðhöndla og var hún því svæfð á fallegan og virðingarverðan hátt.
Þökkum við henni fyrir frábær störf og afar minnistæðan tíma sem hún var hér í Kattholti.
Hvíldu í friði elsku Jasmín okkar