Kattholt fær hrós frá eigendum Blíðu.

30 jún, 2010

Kæra Kattholt.
 
Við viljum koma á framfæri innilegum þökkum fyrir starfsemina sem fram fer í Kattholti.
 
Fyrir ári síðan fór Blíða okkar í pössun til vinkonu okkar í Garðinum en týndist og ekkert spurðist til hennar.
 


Í táraflóði dætranna var góður Guð var virkjaður, ótal ferðir farnar til að leita að Blíðu og vinkona okkar sem ætlaði að gæta hennar fór út í öllum veðrum til að grennslanst fyrir um hana en allt kom fyrir ekki –  fyrr en ungfrú Blíða prýddi forsíðu www.kattholt.is  í síðustu viku, ásamt einu afkvæmi! 
 
Eins og gefur að skilja urðu fagnaðarfundir og komu Blíða og litli kettlingurinn, sem hefur fengið nafnið Simbi, til okkar í gær. 


Það er rétt eins og Blíða hafi aldrei orðið viðskilja við okkur. Eftir að hafa verið böðuð og fengið að borða brýndi hún klærnar á rúminu, stökk stökk upp í það og malaði eins og mótorbátur.


Hún pissaði í kassann sinn og nuddaði sér upp við okkur rétt eins og hún gerði fyrir ári síðan. Gleðitárin runnu niður kinnarnar og þakklætið er takmarkalaust.
 
Ef Kattholt væri ekki til staðar hefðum við sennilega aldrei fengið Blíðu okkar aftur. Innilegar þakkir.
 
 
Sesselja, Kristján, Guðný og Árný.