Sorgarsaga dýranna okkar.

28 Jun, 2010

Er starfsfólk kom til vinnu sinnar var burðarbúr fyrir utan Kattholt.


Dýrin vorum flutt inn í athvarfið, mjög hrædd.


Eigendur  höfðu skrifað á blað sem fylgdi þeim.


Á því stóð:


Keli rauður og Venus svartur og hvítur.


Bræður fæddir 21. ágúst 2009.


 


Sá svarti og hvíti er mjög hræddur og andar ótt og títt.


Þetta er alveg að fara með mig , hvernig fólk getur farið með dýrin sín.


Sorgin í augum þeirra ,nístir mig inn að hjartarótum.


Nýjustu fréttir eru að dýrin voru auglýst á dýrahjálp, undir vantar heimili.


Síðan settir út við Kattholt.


Kær kveðja til dýravina.


Sigríður Heiðberg formaður.