Þrílit undurfögur læða fannst í búri fyrir utan Kattholt.


Við sáum hana ekki strax því hún var bak við húsið.


 


Hún var köld og hrædd litla skinnið.


Stundum verð ég svo reið hvernig farið er með dýrin okkar að ég spyr mig hvenær fer fólk að bera út börnin sín.


 


Kattaeigendur sem bera út dýrin sín er ekki gott fólk að mínu mati og má skammast sín.


 


Okkur ber að sýna dýrunum okkar elsku og öryggi.


Velkomin í skjól elsku kisan okkar.


 


Kveðja til dýravina.


Sigríður Heiðberg formaður.


 


Póstur var að berast í Kattholt, nafnlaust.


Sæl,ég kom með littla kisu til þín í kattholt kl 18:00.hún er í portinu þar sem ruslakarfan er,hún er í búrinu sínu,,ég vissi ekki hvað ég átti að gera við hana littlu,það var farið að kvarta svo mikið yfir henni að ég varð að losa mig við hana,ef ekki hefði verið kvartað svona mikið hefði ég ekki losað mig við hana. Nafnlaust.