Vonandi kemur betri tíð hjá kisunum okkar.

17 maí, 2007

 

 
 

 

Bröndótt læða var sett inn um glugga í Kattholti í nótt. Hún er mjög hrædd litla skinnið.

 

Hvílík grimmd að fara svona með dýrin okkar.

 

 

Stundum finnst mér  ekkert miða áfram í viðleitni okkar til að búa og bæta aðbúnað katta á Íslandi.

 

 

Vorið er búið að vera mjög erfitt hér í athvarfinu, margir kettlingar hafa komið hér og við reynum að bjarga lífi þeirra og koma þeim inn á góð og ábyrg heimili. 

 

 

Það er nú meira en tárum tekur að láta svæfa litið kisubarn sem  ljómar af lífsgleði.

 

 

Við getum komið í veg fyrir að fjölga kisunum, til dæmis með að taka læðurnar úr sambandi og láta gelda högnana.

 

 

Kæru vinir ég þakka öllum þeim sem hafa sent mér póst og hlýjar kveðjur í oft erfiðu starfi.

 

 

Svo má ekki gleyma sólargeislunum sem hér falla.

 

 

Kær kveðja.

 

Sigríður Heiðberg.