Karma og Tumi frá Kattholti.

16 maí, 2007

Sælar Kattholtskonur.

 

 

Hann Tumi hefur það gott hérna hjá okkur. Við fengum hann hjá Kattholti 26. apríl síðastliðinn.

 

 

Við eigum aðra kisu (Körmu) sem er heyrnalaus sem við fengum líka í Kattholti fyrir tæplega ári.

 

Hún varð mjög einmana eftir að við misstum hann Kasper sem var annar kisinn okkar.

 

 

En nú er hún allt önnur og finnst Tumi voðalega skemmtilegur. Þau kúra mikið saman og þrífa hvort öðru.

 

 

Hann er mikill fjörkálfur og hefur aðlagast mjög vel hérna hjá okkur. Hann er duglegur að borða, búinn að bæta vel á sig 🙂 og er voða kelinn og góður.

 

 

Vildi endilega láta ykkur vita hvernig gengi.

 

 

Kær kveðja,

 

Ragnhildur, Gunnar, Tumi(kisi) Karma (kisa) og Esja (Labrador)