Bröndóttur og hvítur högni kom í Kattholt 11. júlí í sumar.
Hann var skoðaður hátt og lágt og kom í ljós að hann er eyrnamerktur R3H095
.
Í skýrslunni hans stendur að hann sé búinn að vera lengi á flækingi. Haft var samband við Helgu Finnsdóttur dýralækni sem gaf upp nafn eiganda hans.
Ég var voðaleg glöð að geta hringt í skráðan eiganda og segja henni að drengurinn væri hér. Hún sagði að hann væri búinn að vera týndur í u.þ.b. tvö ár.
Ekki hefur hann verið sóttur enn. Ég mun taka það verk að mér að koma honum á nýtt heimili þar sem vel verður hugsað um hann.
Hann er einstaklega blíður og yfirvegaður og á skilið að eiga traust heimili.
Kær kveðja.