Svartur blettur á okkar þjóðfélagi.

8 ágú, 2007

Átakanlegt er að horfa á  kisurnar okkar sem finnast um alla borgina, ómerktar og vegalausar.


Hvernig er komið fyrir okkar þjóð að fara svona með dýrin okkar sem eru send til okkar til að veita okkur ást og gleði.


Stundum fallast okkur hendur. Hvernig getum við breytt mannskepnunni.?


Að horfa í augun á þessum litla kisustrák sem kom í Kattholt í morgunn úrvinda af þreytu og  biðjandi um hjálp. Því gleymir maður aldrei.


Starfið heldur áfram. Við getum aðeins vonað að það birti til hjá blessuðum dýrunum okkar.


Ég skora á borgaryfirvöld að hjálpa okkur í  þeirri viðleitni  að vera til staðar.


Kær kveðja.


Sigríður Heiðberg formaður.