Vegalaus í annað sinn.

15 ágú, 2007

Svartur og hvítur 4 mánaða kisustrákur fannst ásamt bróður sínum fyrir utan Kattholt 17. apríl .


Hann fór inn á nýtt heimili frá Kattholti 25. apríl.


Afhentur örmerktur og ormahreinsaður.


12. ágúst finnst hann vegalaus og svangur í Grafarvogi og kemur í athvarfið sama dag.


Ekki hefur verið hægt að ná í skráðan eiganda hans.


Þrátt fyrir ungan aldur og reynslu ber hann sig vel.


Við vonum að bráðum fari að birta til í lífi hans.


Það verður samt engin breyting á meðferðinni á dýrunum okkar, fyrr en hægt verður að kalla fólk til ábyrðar.


Til dæmis að sekta kattaeigendur.


Ég mun leggja það til við Borgaryfirvöld  að ströng viðurlög verði sett á kattaeigendur.


Kær kveðja.


Sigríður Heðberg formaður.