Sést ekki kóngasvipurinn á honum.

13 ágú, 2007

Þarna er Snúlli litli.. Hann er mjög lítill og mjór meðan við fullvaxinn högna. Þó að hann sé algjört matargat og einn af uppáhaldsréttunum hans eru svartar olívur.

 

 

Held að hann sé einhverskonar blanda af venjulegum heimilisketti og svona sýningaketti sem er með löng eyru langt skott og mjótt langt nef, veit ekki hvað tegundinn heitir.

 

 

Hann fannst í ruslageymslu þetta litla grey.  Hann hefur dottið 2 niður af 4 hæð.  Annað skiptið niður á lóð og meiddist því ekki mikið en seinna skiptið gangstéttarmeginn og meiddist þá  á kjálkanum og hefur síðan þá bitið skakt og er því oft kallaður Snúlli skögultönn.

 

 

Hann er farinn að læra af reynslunni og forðast að príla út í glugga eða fara of nálægt brúninni á svölunum.  Hann er ótrúlegur hann virðist ekki hræðast nein óhljóð svo sem ryksugu og þegar að verkamenn koma með risa bora og bora í gólfið situr hann og horfir á, án þess að blikka auga.

 

 

Hann er líka pínu ofdekruð frekja,  hann er vanur að það sé opið inní ákveðin herbergi og ef að svo er ekki þá stendur minn fyrir utan dyrnar og mjálmar þar til hann fær sínu framgengt. Og það er ekki hægt að læra eða vera í tölvunni nálægt honum því að hann mætir og leggst ofan á bókina, blöðinn eða lykklaborðið, vill fá alla athyglina. Algjör prímadonna.

 

 

Hann er algjör draumur og algjör sjarmör. 😉 Sést ekki kóngasvipurinn á myndinni ..

 

 

kv.Sunna Rut, stoltasti kattareigandi í heimi..