Gulbröndóttur 3 mánaða kisustrákur fannst 2. ágúst við Hverfisgötu í Hafnarfirði.


 


Hann kom í athvarfið 16. ágúst sl ómerktur.


 


Dýravinir í Hafnarfirði hafa gefið honum að borða og leyft honum að dvelja á heimili sínu.


 


Hann er yndislega fagur og blíður.


 


Hann leitar að góðu heimil þar sem hugsað verður um hann.


 


Litlir kettlingar finnast vegalausir, og enginn virðist sakna þeirra.


 


Ég held að dýrin séu send til okkar til að gera okkur að betri manneskjum.


 


Þess vegna er sorg í hjarta mínu.


 


Við getum aðeins vonað að breyting verði á.


 


Kær kveðja.


Sigríður Heiðberg.