Vegalaus gráyrjótt læða í Vogahverfinu í Reykjavík.

14 jún, 2009

Gráyrjótt læða fór að venja komur sínar hér í garðinn til mín. 


 


Fyrst töldum við um villikött að ræða, því hún var tætt og illa farin og með sært skott.


 


Fyrir nokkru fórum við hjónin í burt í þrjá daga og á meðan voru strákarnir okkar og kærustur heima og hændu hana að sér. Þá hafði hún misst skottið alveg og er bara með lítinn dindil.


 


Hún virðist vera með far eftir ól og er núna orðin æði gæf og gefum við henni á disk úti og hún sefur þar í kassa. Fyrst vildi hún alls ekki koma nálægt dyrunum en nú gerir hún tilraunir til þess að kíkja inn.


 


Við höfum ekki tök á því að taka hana að okkur og höldum líka núna að þetta gæti mjög líklega verið kettlingur sem hefur villst að heiman, lent í einhverju og verið kvekt.


 


Þetta er yndisleg kisa, orðin mjög ljúf og einstaklega fríð og nett, falleg þrátt fyrir rófuleysið.


 


Ég sendi hér myndir af henni ef einhver myndi þekkja hana og sakna hennar. Gætuð þið vinsamlega auglýst hana sem týnda kisu sem leitar að fólkinu sínu.


 


Hún er í Vogahverfinu núna og síminn minn er 862-0830. Við þurfum að koma með hana til ykkar ef enginn vitjar hennar.


 


Kær kveðja, Elísabet.


 


Sæl Elísabet. Ég bið þig að koma með kisuna eftir helgina í Kattholt.


Trúlega þarf að gera aðgerð á rófunni á litla skinninu.


Gott er að vita af svo góðu fólki sem hjálpar dýrunum  okkar í vegaleysi þeirra og vanmætti.


 


Kær kveðja Sigga.