11. júní var komið með bröndóttan högni í Kattholt.
Hann fannst í Hlíðunum í Reykjavík.
Við skoðun kom í ljós að hann er mjög gamall, blindur og trúlega heyrnalaus.
Hann er samt mjög duglegur og borðar vel litla skinnið.
Ég vona svo sannarlega að eigendur hans komi og nái í dýrið sitt.
Æ Æ hann er alveg búinn að hertaka mig og langar mig helst að taka hann með mér heim, sem ég get ekki.
Elsku drengurinn minn ég get aðeins vonað að fólkið þitt komi og nái í þig og komi þér í skjól.
Þú átt það skilið.
Kær kveðja til dýravina.
Sigríður Heiðberg formaður.