5 vikna kettlingar finnast í ruslagámi við Sorpu.

16 jún, 2009

16. júní var komið með 2 svarta 5 vikna kettlinga sem fundust í ruslagámi hjá Sorpu í Reykjavík.


 


Þeir eru mjög umkomulausir litlu skinnin.


 


Hvernig getur mannskepnan sett lítil varnalaus dýr í ruslagám  eins um rusl væri að ræða .


 


Ég vil þakka starfsfólkinu í Sorpu fyrir alla þeirra elsku til  dýra sem þeir hafa bjargað.


 


Atburður sem þessi vekur hjá mér sorg í brjósti og get ég aðeins vonað að breyting verði á , okkur ber skylda til að sýna okkar minnstu smælingum elsku og virða líf þeirra.


 


 


Velkomin í skjól elsku kisubörnin mín.


Kveðja Sigríður Heiðberg formaður.