Vaknaði með Skötu í fanginu

1 ágú, 2011


Það ríkti mikil gleði á heimili einu í Skerjafirði eldsnemma um morgunin í síðustu viku.


Eigandi kisunnar Skötu sem hvarf frá heimilinu 30. júní var nýbúin að pakka niður skálunum hennar, en hafði samt haldið í vonina um að Skata skilaði sér heim. Um morgunin vaknaði eigandinn við að Skata var mætt í fangið á henni! Hún hafði þá verið týnd í 25 daga, var búin að týna hálsólinni sinni og var bæði afskaplega horuð og hás; hefur greinilega mjálmað mikið.


Skötu var fagnað með kattamat, mjólk, fiski og harðfiski og steinsofnaði svo á sínum stað. Mikið væri nú gaman ef kisur gætu talað og Skata sagt eiganda sínum frá ævintýrunum sem hún lenti í þessum 25 dögum sem hún var týnd.


Þetta sannar enn og aftur að kisur rata alltaf heim.