Hlaupið til styrktar Kattholti

15 ágú, 2011

Kæru kattarvinir. Á laugardaginn kemur, 20. ágúst, verður Reykjavíkur Maraþon haldið.


26 manns hafa boðist til að hlaupa áheitahlaup fyrir Kattholt, svo hægt verði að reka staðinn áfram með sóma og gera húsnæðið enn vistlegra og betra fyrir kisurnar sem þangað koma, hvort heldur það eru óskilakisur eða hótelgestir.


Viljið þið vera svo góð að heita á einhverja af hlaupurunum okkar?  Þið finnið þá með því að fara inn á www.hlaupastyrkur.is  Smella þar á ,,Góðgerðarfélög“ og þar sjáið þið ,,Kattholt“. Smella á það orð og þá sjáið þið hlauparana okkar. Margt smátt gerir eitt stórt, munum það og hver króna sem kemur inn fyrir Kattholt skiptir máli.


Með kæru þakklæti, við treystum á ykkur!
Kattavinirnir í stjórn Kattavinafélags Íslands, starfsmenn Kattholts og aðrir kattaunnendur.