Bílaleiga Akureyrar í Reykjavík hafði samband við Kattholt í morgunn út af kisu sem fannst undir vélarhlíf á bíl frá þeim.

 

 

Ég fór á staðinn og  starfsstúlka frá bílaleigunni hélt á kisu litlu í fanginu.

 

 

Ég vil þakka starfsfólkinu á bílaleigunni kærlega fyrir elsku sem þau sýndu dýri í neyð.

 

 

Hér er mynd af litla kisustráknum sem er  svolítið hræddur en finnur samt að hann er kominn í skjól.

 

 

Nú er bara að bíða og sjá hvort hann verður sóttur af eigendum sínum.

 

 

Velkominn í Kattholt kæri vinur okkar.

 

 

Sigríður Heiðberg formaður.