Rakel kom í Kattholt og afhenti sparibaukinn sinn fyrir kisurnar í Kattholti.


 


Hún er mikill dýravinur og finnur til með óskilakisunum sem dvelja hér.


 


Það gefur okkur alltaf kraft í oft erfiðu starfi þegar lítil stúlka ber svo mikla elsku til dýranna að hún gefur peninga sína  til að styrkja þau.


 


Bjartur í Kattholti þakkar fyrir sig.


 


Fyrir hönd kattanna vil ég þakka þér elsku Rakel.


 


Kær kveðja.


Sigríður Heiðberg formaður.