Svört skýrsla.

3 maí, 2008

49 óskilakisur komu í Kattholt í Apríl 2008. 10 af þeim voru sóttir af eigendum sínum.


 


Ég sendi ykkur þessa skýrslu til umhugsunnar. 


 


Hvernig á Kattholt að lifa af.


 


Stundum finnst mér við vera á réttri leið, mikið af góðum kattaeigendum sem eru í góðu  sambandi við athvarfið og ekki má gleyma öllum hótelgestunum sem dvelja hér.


 


Fjöldi katta eru hér sem eru eyrnamerktir og örmerktir.  Ekki sóttir.


 


Hvað er hægt að gera við fólk sem brýtur svona stórlega á kisunum sínum?


 


Ég myndi viljað láta dæma fólk til samfélagsþjónustu í Kattholt og kenna því að hugsa betur um dýrin sín.


 


Kær kveðja til dýravina.


 


Sigríður Heiðberg formaður.