Dýravinir við Sóleyjagötu í Reykjjavík tóku eftir ketti sem reikaður um slasaður og blautur í febrúar 1994. Þau fóru með hann í Kattholt í von um að eigendur hans vitjuðu hans þar.

 

Daginn eftir komu þau með ferskan fisk og færðu honum um leið og þau spurðu tíðinda af honum. Eftir  tveggja mánaða dvöl í Kattholti var hann orðinn fullfriskur, búið að gelda hann og eyrnamerkja.

 

Ekki gátu Jón og Sveinbjörg gleymt kettinum og  tóku þá ákvörðun að taka hann að sér og veita honum öruggt skjól.

 

Hann var skýrður Týri.

 

Ég veit að hann hefur varpað birtu inn í líf þeirra.

 

Kær kveðja .

 

Sigríður Heiðberg formaður.