Áhyggjur dýravina.

7 maí, 2007


Komdu sæl Sigríður.


Ég kíki reglulega á síðuna ykkar. Mikið sker mann í hjartað að fylgjast með því hvernig farið er með kisur hér á landi. Hvað gengur fólki til að sækja t.d. ekki dýr sem það hefur átt í 12 ár? Maður bara nær þessu ekki. Og allir þessu yndislegu kettlingar og fullorðnar kisur líka, sem beinlínis er hent út á Guð og gaddinn.


Hvað þarf til að opna augu fólks fyrir því að kisur (og öll dýr) hafa tilfinningar? Þær þurfa ást og umhyggju eins og við mannfólkið. Mér var líka hugsað til kisunnar sem var að koma til ykkar með mjólk í spenum. Einhvers staðar liggja kettlingarnir hennar og það jafnvel ósjálfbjarga.


Aftur á móti hlýnar manni virkilega um hjartarætur, þegar maður les um kisur sem eignast góð heimili í gegnum ykkur og þær sem komast til eiganda sinna, jafnvel eftir mörg ár.


Og mikið eiga kisur gott, sem fá að njóta aðhlynningar hjá ykkur og að eiga ykkur í Kattholti að.


Segi enn og aftur, ég dáist að starfi ykkar og sendi ykkur baráttukveðjur.


Með kisukveðju,


Eygló G.


Ég þakka Eygló kærlega fyrir umhyggju hennar fyrir dýrunum okkar og sendi mynd af 6 vikna kisubarni sem fannst vegalaust í Reykjavík um helgina.


Kær kveðja .


Sigríður Heiðberg formaður.