21.júní 2006 kom svartur fallegur högni í gæslu á Hótel Kattholt og átti að dvelja hér í mánuð.
Eigandi hans kom aldrei að sækja hann. Það er alltaf sorglegt þegar eigendur grípa til þess að yfirgefa dýrin sín.
Nú leitar hann að nýjum eiganda.
Eg heiti Tristan og Sigga segir að ég sé fallegur og góður 3 ára gamall högni,geltur,eyrnamerktur.
Ég er lífsglaður og finnst gaman að vera nálægt fólki.
Áhugsamir geta komið í Kattholt og séð mig. Ég hlakka til að sjá ykkur.
Kveðja Tristan.