Nótt fannst mjaðmagrindabrotin og var fyrsta kisan sem hlaut styrk úr sjónum sem ber nafn hennar. Hún fór heim í faðm fjölskyldu sinna.
Svartur og hvítur kisustrákur fannst mjaðmagrindabrotinn. Hann var skýrður Ljúfur. Hann er enn í Kattholti.
Sigurrós svört og hvít kisustelpa fannst lærbrotin og fór í aðgerð sem gekk vel. Hún er búin að fá nýtt heimili.
Bröndóttur kisustrákur fannst inni í geymslu í Breiðholt grindhoraður og veikur,trúlega búinn að vera lokaður inni í margar vikur.
Lena fósturmóðir og hjálparhella Kattholts bauð fram aðstoð sína og vildi hjálpa kisunni að komast til heilsu. Hann hefur verið á sjúkrafóðri í margar vikur,er á batavegi
.Ég vil þakka öllum þeim sem hafa lagt inn peninga í sjúkrasjóðinn sem gerir okkur kleift að greiða kostnasamar aðgerðir á óskilakisum sem ekki eru sóttar.
Svartur og hvítur kisustrákur fannst slasaður á fæti við Hafnarstræti í Reykjavík.Hann er búinn að vera vegalaus í Miðbæ Reykjavíkur um tíma. Hann fór í aðgerð sem tókst vel. Geltur og örmerktur í Kattholti.Mjög blíður og góður.
Það gefur starfinu mikið gildi að geta hjálpa kisunum okkar í raunum þeirra.
Megi blessun fylgja ykkur.
Sigríður Heiðberg formaður.