Fjögurra ára fangelsi fyrir innbrot og dráp á tveim kettlingum

7 des, 2006

Bandaríkjamaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir brjótast inn í íbúðarhús í ölæði og limlesta þar og drepa tvo kettlinga.

 

Dómari í Painesville í Ohio bannaði manninum ennfremur að eiga eða sjá nokkurntíma um gæludýr. Maðurinn hafði játað sig sekan um innbrot og misþyrmingar á dýrum og höfðu dýraverndunarsinnar krafist þess að hann yrði dæmdur í fangelsi.

 

Maðurinn sagðist hafa framið ódæðisverkin til að ganga í augun á vinum sínum. Kenndi hann ölæðinu um og sagðist ætla að leita til AA-samtakanna. Hann var dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að drepa kettlingana og fjögurra ára fangelsi fyrir innbrotið, og á að afplána báða dómana samtímis.

 

Greint frá á Mbl.is