Til félagsmanna

4 okt, 2012


Þann 1. október var eindagi á árgjaldi félagsmanna, þ.e. þeirra sem gengu í Kattavinafélagið fyrir miðjan ágúst síðastliðinn. Fjölmargir kattavinir hafa bæst í hópinn síðan og er það mikið fagnaðarefni og þeir boðnir velkomnir í hópinn.


Stjórn félagsins þakkar innilega öllum þeim sem þegar hafa greitt félagsgjöldin, en þau eru mikilvæg tekjulind fyrir starfsemina í Kattholti og raunar forsenda þess að halda athvarfinu gangandi. Vonandi sjá sem flestir sér fært að standa í skilum, það skiptir miklu máli.


Einnig færum við þeim fjölmörgu velunnurum sem hafa lagt okkur lið nú sem fyrr, hjartans þakkir fyrir stuðninginn.


Án ykkar væri ekkert Kattholt og hvar væru kisurnar staddar þá?


Með góðum kisukveðjum og þökkum til ykkar allra,
Eygló Guðjónsdóttir, gjaldkeri.