Alþjóðleg sýning Kynjakatta

5 okt, 2012


Alþjóðleg sýning Kynjakatta verður haldin núna um helgina, 6-7 október.
Sýningin verður haldin í Korputorgi, nánar tiltekið í verslun Gæludýr.is.
Bjartur okkar ætlar að mæta á svæðið laugardaginn 6. október kl. 10-17 og ætlar hann að reyna að safna pening fyrir athvarfið með því að fá fólk til að borga 100kr fyrir að fá að klappa sér.
Einnig verðum við með ýmsan varning til sölu hjá okkur; bæli, ólar og ýmislegt annað.


Vonumst til að sjá sem flesta,
Kisukveðjur frá Bjarti og Kattholti.