Læða fannst fyrir 10 dögum við Straumsvík lokuð inni í Minkabúri.
Komið var með kisuna á Dýralæknastofuna í Garðabæ þar sem hún var meðhödluð af mikilli elsku.
Hún kom í Kattholt 16. September.Talið er að hún sé 3 ára, ómerkt. Hún er mjög döpur litla skinnið og skilur ekki vonsku mannanna.
Alveg er ég orðlaus.
Hvernig er komið fyrir okkar þjóð að fara svona með málleysingjana okkar.
Ég get aðeins sagt, velkomin í skjól elsku kisan okkar.
Kveðja.
Sigríður Heiðberg formaður.