Tinna fannst í íþróttatösku fyrir utan Kattholt.

18 sep, 2008

Sæl Sigríður


 


Það eru komnar tvær vikur síðan við fengum þau Tinnu og Sesar inn á heimilið okkar frá Kattholti.


 


Tinna var lasin þegar hún kom til okkar með kvef og augnsýkingu og virtist einnig hafa lítinn lífsvilja.


 


Við þurftum að hjálpa henni að matarskálinni og sandkassanum fyrst til að byrja með.


 


En hún fékk fúkkalyf sem fóru að virka á hana fljótt og henni fór að líða betur. Henni tókst þó að smita hann Sesar af kvefi og fékk hann lyf og er orðinn hress.


 


Þrátt fyrir veikindi sín þá möluðu þau út í eitt eftir að þau komu og mala enn. Sesar er mjög duglegur að hugsa um hana Tinnu, sér um að snyrta hana og leika við hana.


 


Þau elta heimilisfólkið út um allt hús og svo leggjast þau til hvílu hjá okkur þegar sest er niður til að horfa á sjónvarpið.


 


Við komum í Kattholt með það í huga að fara heim með 1 kött, en þarna voru tveir kettir sem stálu hjarta okkar og við gátum ekki gert upp á milli hver yrði eftir í Kattholti og því fengu báðir varanlegt heimili.


 


Við þökkum Kattholti fyrir að hafa veitt okkur þá ánægju og gleði að fá þau inn á heimili okkar.


 


Kær kveðja frá kattarfjölskyldunni í Klukkubergi 26, Hafnarfirði.


 


Hamingjuóskir frá Siggu og starfsfólkinu í  Kattholti.