Mig langar að biðja ykkur um að auglýsa hann Tristan minn.

 

Kisinn minn tapaðist í Febrúar frá heimili sínu Seljarbraut fyrir ofan þín verslun Breiðholti.

 

Hann er skjannahvítur, loðinn skógarkisi með gul/græn augu.

 

Hann er mjög loðinn, með fallegt loðið skott. Hann er stærri en venjulegir heimiliskettir.

 

Hann hefur verið auglýstur áður hjá ykkur og ég hef fengið 3 símhringingar á svoldið löngu tímabili og sagt að það sé hvítur kisi á ferli í Bökkunum Breiðholti. Síðast bara fyrir helgi en ég bý ekki lengur í Reykjavík.

 

Ég ætla að biðja ykkur um að hafa þennan link með í auglýsingunni http://skagatristan.blogcentral.is/ , þetta er linkur inná blogg síðu þar sem ég ætla að hafa almennilegar lýsingar á kisanum mínum og fullt af myndum af honum. 

 

Þætti vænt um ef þið gætuð gert þetta fyrir mig einu sinni enn áður en ég gef upp vonina að hann finnist .

Síminn minn er 772-8171 ég heiti Sólveig Runólfsdóttir og e-mailið mitt er [email protected]

Kveðja Sólveig.