Thómas og fjölskylda senda kveðju og þakklæti í Kattholt.

12 maí, 2009

Sæl Sigríður og starfsfólk í kattholti.


 


Fyrir umþaðbil 2-3 mánuðum síðan fór ég og dóttir mín í kattholt að leita af nýjum fjölskyldu meðlim, við skoðuðum margar fallegar kisur og áttum frekar erfitt með að velja réttu kisuna.


 


Svo þegar við erum að fara þá kemur einn fallegur svartur og hvítur högni að mér og knúsar og kelar við mig eins og hann eigi lífið að leysa, ég vissi strax að þessi kisi hafði valið mig.


 


Ég var sannfærð um að þetta væri rétti kisin fyrir mig og fjölskyldu mína og ákvað að ættleiða litla skinnið. Hann var kallaður Bleikur í kattholti en okkur fannst Thómas hæfa hans persónuleika betur enda mjög mikill með sig.


 


Hann tók strax við stjórn þegar hann kom á nýja heimilið sitt og lætur alla vita að hann sé húsbóndin á heimilinu, nú er Thómas farin að fá að kíkja aðeins út fyrir dyr og er frelsinu fegin og fyrstu 2. dagana sást hann varla heima en nú er hann meira og minna heima hjá sér enda gott að eiga góða fjölskyldu að.


 


Hérna eru nokkrar myndir að honum Thómasi, takk fyrir þennan yndislega félaga, hann er í góðum höndum.


Með kveðju Birgitta.


 


Elsku Thómas og fjölskylda, enginn er eins glöð og ég að vita að þú ert hjá góðu fólki.


 


Kveðja Sigga.