Þakkir vegna jólabasarsins

2 Dec, 2013

Kattavinafélagið sendir öllum þeim sem með framlagi sínu
gerðu basarinn jafn glæsiegan og raun bar vitni, hjartans þakkir. Kökurnar,
handunnu munirnir, jólavörurnar o.m.fl. var glæsilegt.

 

Við viljum þakka gestum basarsins hjartanlega fyrir komuna.
Dagurinn var í alla staði einstaklega ánægjulegur. Stuðningur ykkar og hlýhugur
í garð Kattholts og íbúa þar, færir okkur sem stöndum að rekstrinum, aukna orku
og kraft. Einnig bestu þakkir til þeirra fjölmiðla, sem studdu við basarinn með
því að segja frá honum. Kisurnar í Kattholti munu sannarlega eiga gleðileg jól,
svo er ykkur fyrir að þakka.

 

Vegna fjölda áskoranna hefur verið ákveðið að hafa basarinn
opinn út þessa viku. Opnunartíminn er mánudag til föstudag milli kl. 14-16.
Verið hjartanlega velkomin.