Kæru kisueigendur. Nú styttist í jólin og margir ætla út úr
bænum eða til útlanda í fríinu.

Þá er gott að kisa sé í öruggum höndum á meðan og því viljum
við vekja athygli ykkar á Hótel Kattholti. Það er alltaf öruggara að vera með
kisuna á hótelinu en setja hana í gæslu til vina eða vandamanna, því þá fara
kisur oft að leita heim og það er þá sem þær týnast.

Kisa þarf að vera fullbólusett og ormahreinsuð. Fressar
þurfa að vera geldir.

Um síðustu jól var fullbókað, enn eru laus pláss eftir fyrir þessi jól. Við
hvetjum ykkur til að panta sem fyrst.

Gistingu er hægt að panta í síma 567-2909 og/eða með því að
senda tölvupóst á [email protected].

Með kærri kveðju frá starfsfólki Kattholts.