Sýnum dýrunum okkar kærleika

8 júl, 2007

6. júlí var örþunnur pappakassi fyrir utan Kattholt.  Þegar hann var opnaður kom í ljós tveggja mánaða hræddur  kettlingur.

 

Hvílik grimmd að setja varnalaust kisubarn ofan í svo lítinn kassa og bera hann út.

 

Stundum fallast manni hendur . Er ekki best að gefast upp? Mannskepnan breytist aldrei.

 

Þá kemur í huga manns lítið kisubarn í kassa sem biður um hjálp.

 

Það er það sem gefur kraftinn til að halda starfinu áfram. 

 

Gleðistundirnar í Kattholti eru margar. Kisur finnast eftir marga mánuði og sameinast fjölskyldu sinni á ný.

 

Óskilakisur fá ný og góð heimili sem er svo ánægjulegt að eiga hlutdeild í .

 

Það hefur lengi verið draumur minn að færa það í tal við þjóðkirkjuna að hafa einn dag á ári helgaðan dýrum.

 

Við skulum minnast þeirra sem stofnuðu Kattavinafélag Íslands.

 

Takk fyrir Kattholt.

 

Kær kveðja.

 

Sigríður Heiðberg formaður.