Ég vildi bara senda ykkur smá sögu um viðhorf yfirvalda í Hafnarfirði til gæludýra bæjarbúa.
Fyrir nokkrum vikum stakk innikötturinn minn af og ég setti auglýsingu inn á Kattholt.is og barnaland.is og labbaði um allt hverfið í tvo daga og leitaði auk þess að hringja nokkrum sinnum í lögguna.
Á þriðja degi var ég á leið heim úr vinnunni, með 100 auglýsingablöð sem ég ætlaði að dreifa í póstkassa, þegar kona (af barnalandi) hringir í mig og segist hafa frétt af því að keyrt hefði verið á hvítann kött í Hafnarfirði.
Hún var þá búin að komast að því að það hafi sannarlega verið keyrt á kött og lét mig fá nafnið á leikskóla sem hafði séð um að hringja í lögguna þegar kisi lá dáinn á götunni eftir að ökumaðurinn hafði skilið hann þar eftir.
Ég hringdi sem sagt í leikskólann og þar var staðfest að keyrt hefði verið á kött og eftir að hafa hringt í lögreglu og bæinn, þá hafi lokst komið einhver frá gatnagerðinni og hirt hræið.
Ég hringdi í bæinn og þar fékk ég að vita að eyrnamerktur köttur með blátt beisli hefði verið hirtur af götunni og urðaður. Það var ekki gerð nein tilraun til að hafa upp á eigandanum eða hafa samband við Katthold og athuga með eyrnamerkinguna.
Þetta var semsagt kötturinn minn og þetta gerðist allt rúmum sólarhring áður en þessi kona hringdi í mig. Ef hún hefði ekki hringt hefði ég líklega aldrei komist að því hvað varð um eyrnarmerkta köttinn og ég hefði örugglega eytt mörgum vikum í að leita enda var dóttir mín niðurbrotin yfir því að hann skyldi hafa horfið.
Ég spyr þá , til hvers að eyrnamerkja?
Kveðja Íris.
Kattavinafélag Íslands vottar fjölskyldu Dímitrí einlæga samúð.
Við skulum hafa það hugfast að bak við eina kisu er fjölskylda sem saknar, og það ber að virða.
Kær kveðja.
Sigríður Heiðberg formaður.