Ladý Rósa var týnd í 7 mánuði, fannst í Kattholti.

7 júl, 2007

Þrílit læða fannst við Langholtsveg í Reykjavík. Hún kom í Kattholt 4. júlí.

 

 

Við skoðun kom í ljós að kisan er eyrnamerkt .

 

Tekin var mynd af kisunni og hún sett inn á heimasíðu Kattholts.

 

 

6. júlí kom Benidikta í Kattholt og var hún að leita að kisunni sinni sem  hún hafði tapað eftir að kviknað hafði í íbúð hennar í desember við Efstasund í Reykjavík.

 

 

Kisan hafði hlaupið út úr brennandi húsinu og horfið.

 

Og viti menn, Benidikta fann hana í Kattholti.

 

 

Myndin sýnir Ladý Rósu í fangi eiganda síns eftir 7 mánaða aðskilnað.

 

 

Til hamingju .