Svartur högni þakkar fyrir sig.

24 Apr, 2007

Svartur högni fannst í mars við Írabakka í Reykjavík. Kom í Kattholt 15.apríl sl. Við skoðun kom í ljós að hann er geltur, ómerktur.


Hann veiktist af slæmu kvefi og var meðhöndlaður með fúkkalyfi í  nokkra daga. Ég tók þá ákvörðun að flytja hann nær mér og leyfa honum að labba um.


Hann er alltaf að þakka fyrir sig og augu hans lýsa trausti og elsku til mín. 


Hvar er eigandinn á þessu góða dýri?


Það er von mín að hann eignist gott og ástríkt heimili.


 Kær kveðja.


Sigríður Heiðberg.