Hnoðri í fangi eigenda sinna eftir langan aðskilnað. Hann tapaðist frá heimili sínu í Grímsnesi fyrir einu og hálfu ári síðan.

 

Við sem störfum í Kattholti þökkum Hnoðra ánægjuleg kynni um leið og við óskum eigendum hans Rannveigu og Gísla til hamingju.

 

Sumir dagar í athvarfinu eru erfiðir, dagurinn í dag gaf gleði og  kraft til að halda starfinu áfram.

 

Hvítur og bröndóttur högni fannst við Hraunborgir í Grímsnesi. Kom í Kattholt 13.apríl sl. Hann er búinn að vera lengi við sumarbústað á svæðinu.
Þar hafa dýravinir gefið honum að borða. Hann er blíður og fallegur. Geltur,ómerktur.