Garpur býr í dag við gott atlæti og elsku.

23 apr, 2007


Komið þið sælar kæru Kattholtskonur


Var að skoða kattholt.is og fékk illt í hjartað af sumu sem ég sá. Mikið vildi ég óska að það væri einhver leið til að fá fólk að hugsa betur um dýrin sín. Þið vinnið ótrúlega gott starf við örugglega oft erfiðar aðstæður, þakka ykkur fyrir það.



Þá er það hann Garpur okkar (kötturinn sem fannst í geymslu í Breiðholtinu í haust) sem nú hefur verið hjá okkur rúmlega 4 mánuði. Hann er orðinn mjög hress andlega og líkamlega, sárið á hálsinum er reyndar ekki ennþá alveg 100% gróið en núna loksins sést alveg dagamunur á því svo þetta hlýtur að fara að koma.



Hann er alveg einstakur köttur, hef aldrei kynnst eins mikið jafnaðargeði og rólyndi eins og hann býr yfir  og um leið yfir gífurlegri kátínu og fjöri. Hann er blíður við menn og dýr og hefur komið á jafnvægi hér á milli kattanna. Áður var Snælda mjög aðgangshörð við Sebastian en Garpur er henni svo góður leikfélagi að Sebastian fær fríð. Garpur og Sebastian eru svo aftur kúrufélagar og allt leikur í lyndi. Þetta hefur leitt til þess að Sebastian gamli kappinn tekur meira að segja stundum þátt í villtum eltingaleikjum, þá er eins gott að vera ekki fyrir J



Því vildum við spyrja hvort ykkur væri ekki sama þótt Garpur ættleiddi okkur (eða var það öfugt?) til frambúðar? Þar sem myndin hans er ennþá undir “Kisur í heimilisleit” síðunni hef ég verið hrædd um að einhver vildi fá hann, fannst hann aldrei tilbúinn til að fara á nýtt heimili. Svo LOKSINS (ég er stundum svo sein að fatta) skildi ég að mér á aldrei eftir að finnast hann tilbúinn til að fara héðan, hann á hug okkar og hjörtu og hér á hann heima. Svo framalega sem þið samþykkið það?



Sendi hér mynd, af Garp og Sebastian út í glugga (það er óvenjulegt að ná mynd af þeim tveim kyrrum saman, yfirleitt er leikurinn svo mikill hjá þeim).



Kær kveðja


Lena Cecilia Nyberg