30 Maí var komið með 2 fallega kisustráka í Kattholti.  Þeir fundust við Skúlagötu í Reykjavík.


Þeir eru mjög ljúfir og góðir.  Átakanlegt er að horfa á  lítil kisubörn  í  þessum vanda.


Vanræksla á þessum vinum okkar er til skammar í okkar velferðarþjóðfélagi.


Vorið hefur verið mjög erfitt  í  Kattholti.  Mörg tár hafa fallið hér. 


Kisurnar koma frá Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ , Hafnarfirði .


Sveitafélögin verða að koma til hjálpar.


Kattholt hefur starfað  í 16 ár, hvað hefur breyst?


Ég vona að Kattholt hafi burði til að halda starfinu áfram . 


Þið megið samt trúa því að útlitið er ekki gott. 


Kær kveðja.


Sigríður Heiðberg formaður.