Kæru Kattholtskonur.

 

Mikið er sárt að horfa upp á allar kisurnar sem er farið illa með.

 

 

Ég hef tekið eftir því að vorin eru hræðilegur tími fyrir kisurnar og ykkur sem vinnið þarna.

 

 

Það er erfitt að trúa því að það sé til svona mikil mannvonska eins og þið sjáið svo mikið af í ykkar starfi.

 

 

Ég dáist af styrk ykkar í að vinna ykkar starf því ég veit að oft á tíðum tekur það hræðilega á fyrir ykkur.

 

 

Það er yndislegt að sjá hvernig kisurnar blómstra hjá ykkur og hvað þið farið vel með skjólstæðinga ykkar.

 

 

Takk fyrir að halda Kattholti opnu.

 

 

Bestu kveðjur úr Vesturbænum

 

 

Jóna