Kæru vinir. Frá 1. ágúst til 19. ágúst hafa 35 óskilakisur komið í Kattholt. 4 af þeim hafa komist heim til sín.
Hvað segir þetta okkur?. Kattavinafélag Íslands var stofnað 1976 og megintilgangur félagsins var að bæta aðbúnað katta á Íslandi.
Hvað hefur breyst?
Ég hef oft spurt mig , afhverju erum við að geyma kisurnar svona lengi. Er ekki best að láta svæfa þær eftir 7 daga.?
Þá kemur mynd upp í hugann, kisurnar sem Kattholt hefur bjargað og eiga góð heimili í dag.
Stundum er ég alveg að gefast upp og þá finnst mér gott að segja ykkur hug minn.
Ég vil þakka öllum sem hafa skrifað mér og hvatt mig til starfa. Það gefur styrk.
Kær kveðja.
Sigríður Heiðberg formaður.