Sigríður Heiðberg formaður félagssins skokkaði 3 kílómetra til styktar kisunum í Kattholti.

19 ágú, 2007


Kæru vinir. Ég þakka framlag ykkar til styrktar fyrir óskilakisurnar í Kattholti


 


Við erum nokkrir kattavinir sem ætlum að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis 18. ágúst. 


 


Með því að taka þátt í hlaupinu munum við leggja góðgerðarmálum lið og höfum við valið að hlaupa fyrir Kattavinafélag Íslands sem rekur Kattholt.


 


Í Kattholti dvelja að jafnaði um 100 heimilislausir kettir. Það kostar sitt að hýsa og fæða alla þessa ketti, auk dýralæknakostnaðar og annars sem til fellur.


 


Í samráði við stjórn Kattavinafélagsins hefur verið ákveðið að þeir peningar sem safnast verði nýttir til að kaupa ný búr fyrir kettina sem dvelja í athvarfinu, en mikil þörf er á að fá hentug búr.


Þú getur stutt okkur í söfnuninni með því að heita á okkur, eða með því að hlaupa með. Glitnir greiðir viðskiptavinum sínum ákveðna upphæð fyrir hvern hlaupinn kílómetra, en þeir sem ekki eru viðskiptavinir Glitnir geta líka verið með og fengið vini og vandamenn til að heita á sig.


Þess má geta að Sigríður Heiðberg, formaður Kattavinafélagsins og heiðursfélagi Kynjakatta, Kattaræktarfélags Íslands ætlar að fara 3 kílómetra og sýna með því gott fordæmi.