Við vildum bara senda ykkur línu og þakka kærlega fyrir að fá að ættleiða hann Sólmund, en við skírðum þennan gulbröndótta snilling Sólmund þegar hann kom til okkar.
Fyrir áttum við Mikka og þeim kemur vel saman.
Hér er smá umfjöllun og myndir af Sólmundi á blogsíðunni minni:
Kær kveðja frá fjölskyldunni Sandavaði .
Skýrsla Sólmundar.
Gulbröndóttur 4 mánaða högni fannst við Geithamra í Reykjavík. Kom í Kattholt 8. september sl. Hann er mjög þreyttur litla skinnið, ómerktur.
Til hamingju sólargeislinn okkar.
Kveðja Sigga.