Sokkaóður köttur

4 maí, 2009


Eigendur kattar sem veikur er fyrir sokkum hafa borið út orðsendingu til nágranna sinna á Loughborough-svæðinu í Englandi til að athuga hvort mikið sé um að nágrannarnir sakni sokkaplagga.


Kötturinn, Henry, sem nú er eins árs hefur slegið eign sinni á að minnsta kosti 57 sokka, en ekki liggur fyrir hvort hann hefur náð þeim af þvottasnúrum eða af heimili fólks. Oft og tíðum sést til hans í grennd við heimili sitt með sokk í gininu.                                 


Hingað til hefur Louise Brandon, eigandi Henrys, ekki haft erindi sem erfiði við að koma sokkunum í hendur eigenda þeirra og sagði ljóst að Henry hefði aðgang að ótakmörkuðum birgðum: „Fólk hlýtur að endurnýja sokka sína því nú orðið fáum við nýja sokka.“


Dv.is