Skuggi í fangi fjölskyldu sinnar


Kæru vinir 15.nóvember var komið með svartan högni í Kattholt sem fundist hafði við Vallarás í Reykjavík.


Við skoðun kom í ljós að hann var eyrnamerkur og var búinn að vera týndur í 25 mánuði. Tapaðist 2004.


Eigendur hans höfðu búið við Vallarás en flutt þaðan og voru búin að leita mánuðum saman af dýrinu sínu.


Svona atburður gefur gleði og von og segir okkur að starfið heldur áfram í viðleitni okkar að vera til staðar fyrir kisurnar okkar.


Mikill hamingjudagur.


Kveðja Sigríður.